Fara yfir á efnisvæði

Danól er sölu- og markaðsfyrirtæki. Danól flytur inn og selur kaffi frá Merrild og Lavazza ásamt vörum frá Nestlé.

 

Starfsfólk okkar leggur allan sinn metnað í að viðhalda viðskiptasamböndum og þjónusta af fagmennsku núverandi vörumerki, Kit Kat, Lion, Smarties, Dolce Gusto, Purina, Nan, Maggi, After Eight, Toffee Crisp, Gerber, Lavazza, Friskies, Merrild, Rolo, Nesquik, Nescafé og Quality Street. Margt af okkar reyndasta starfsfólki hefur unnið með þessi vörumerki í áratugi.

 

Danól býður upp á kaffilausnir sem henta fyrirtækjum, hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum. Við sérsníðum lausnir fyrir viðskiptavini okkar og tökum virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu á kaffimenningu á Íslandi.

 

Mannauðurinn er það dýrmætasta sem sérhvert fyrirtæki á. Við leitumst við að skapa spennandi starfsumhverfi sem laðar til sín framúrskarandi einstaklinga sem hafa áhuga á að vaxa og dafna með fyrirtækinu. Ef þú hefur áhuga að verða hluti af liðsheild okkar sendu okkur þá endilega póst á danol@danol.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þær geymdar í allt að 6 mánuði.

 

Danól leggur ríka áherslu á að bjóða fyrsta flokks vörur og þjónustu til viðskiptavina og neytanda. Við erum stolt af því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á vefverslun frá fyrsta degi. Við setjum okkar mark á aukna samkeppni og aukið vöruframboð viðskiptavinum og neytendum til hagsbóta.