Um okkur
Danól selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem Danól telur eiga þess kost að vera með þeim fremstu í sínum flokki eru settar á markað.
Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.
Danól er skipt upp í þrjár einingar sem hver um sig sér um sitt afmarkaða svið. Sviðin eru matvara, stóreldhús- og kaffikerfi, og snyrti- og sérvara. Í hverri einingu fyrir sig starfar fagfólk og viðskiptavinir geta treyst á bæði reynslu og fagmennsku starfsfólks, yfirgripsmikla þekkingu á vörunum okkar sem og afburða þjónustu.
Danól hefur verið starfandi frá árinu 1932, að undanskildu tímabilinu 2006-2015 sameinuð Ölgerðinni.