Gæðastefna
Markmið stefnunnar er að tryggja að starfsemi Danól sé í samræmi við markmið fyrirtækisins og að þörfum viðskiptavina sé mætt.
Danól leggur ríka áherslu á að bjóða fyrsta flokks vörur og þjónustu til viðskiptavina og neytenda. Danól hýsir allar birgðir hjá Ölgerðinni og hjá Vöruhóteli Eimskips. Fyrirtækið framfylgir og viðheldur gæðaímynd sinni í samstarfi við þessi vöruhús en einnig leggur fyrirtækið metnað sinn í að tryggja að:
- Vörur okkar séu úr úrvals hráefni og gæðum ekki fórnað
- Vörumeðhöndlun sé örugg og í samræmi við bestu þekktar aðferðir á hverjum tíma.
- Við leggjum upp með að samskipti og þjónusta okkar til viðskiptavina fari fram úr væntingum.
- Að starfsemi okkar sé í samræmi við lög og reglugerðir og að við uppfyllum þær kröfur sem gerðar eru til okkar af viðskiptavinum og hagsmunaaðilum.
- Að alltaf sé leitað leiða til tækifæra, því við lærum af mistökum og hugsum án takmarkana.
Framkvæmdastjóri Danól ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni. Framkvæmdastjóri Danól í nánu samstarfi með Vöruþróunar- og gæðadeild bera ábyrgð á gæðamálum og matvælaöryggi hjá Danól í samvinnu við vöruhús Eimskips og Ölgerðarinnar.
Stefnur og gæðamarkmið fyrirtækisins eru yfirfarin að minnsta kosti árlega. Framkvæmdastjóri tryggir að yfirferðin fari fram.
Útprentun er gild ef útgáfunúmer er hið sama og rafræns eintaks
Ábyrgð: Forstjóri
Útgáfa: 2.0