Umhverfisstefna

Danól ehf. ber umhyggju og virðingu fyrir umhverfi sínu og leitast við að lágmarka áhrif reksturs á umhverfið og draga sem mest úr vistspori sínu. 

 

Framkvæmdastjóri Danól ehf. er ábyrgur fyrir viðhaldi og endurskoðun umhverfisstefnunnar árlega. 

 

Stefna Danól ehf. í umhverfismálum er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins í lágmarki. Starfsmenn Danól ehf. eiga að þekkja og framfylgja umhverfisstefnunni með stöðugar umbætur í huga. 

 

Þetta gerum við með því að: 

 

  •  Flokka allt sorp sem fellur til og lágmarka notkun á rekstrar- og skrifstofuvörum. 

  •  Forðast alla sóun við meðhöndlun og notkun matvæla og umbúða. Endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er og farga öðru á viðeigandi hátt.  

  •  Draga úr matarsóun í vörubirgðum með því að fara í tímanlegar söluaðgerðir. 

  • Uppfylla lög og reglugerðir um umhverfismál og að tryggja að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi verndunar umhverfisins í aðgerðum sínum. 

  • Leitast við að nota umhverfisvæn efni, rekstrarvörur og umbúðir. 

  • Leita stöðugt leiða til að minnka notkun umbúða, sölu og dreifingu vara fyrirtækisins. 

  • Velja umhverfismerktar og vottaðar vörur umfram aðrar í innkaupum.