Gjafaleikur 2024

 

Vilt þú vinna ógleymanlega ferð fyrir tvo til Feneyja 12.-15. september?

 

Kauptu tvær vörur frá Lavazza og sendu okkur mynd af kvittuninni ásamt nafni og símanúmeri til lavazza@danol.is að taka þátt. Fjöldi innsendinga einstaklinga er ótakmarkaður, þó ekki nema einu sinni með hverri kvittun.


Sigurvegari verður dreginn út af handahófi þann 15. ágúst kl. 23:59.

 

Vinningur

 

  • Flug fyrir tvo með PLAY til Feneyja. Handfarangur, innritaður farangur og sætisval er innifalið.
  • Gisting í þrjár nætur ásamt morgunverði á 5 stjörnu hóteli.
  • Matar og kaffiupplifun hjá Ristorante Venissa ásamt siglingu.
  • Gjafakarfa frá Lavazza.

 

 

Saga kaffis á Ítalíu hófst í Feneyjum árið 1580 þegar feneyski læknirinn og grasafræðingurinn Prospero Alpini flutti inn fyrstu kaffibaunirnar frá Egyptalandi. Í kjölfarið opnuðu fyrstu kaffihúsin og vinsældir kaffis dreifðust um alla Ítalíu. Þessi nýi og framandi drykkur varð fljótt drykkur menntamanna og elskenda, en það þótti afar rómantískt að gefa kaffi og súkkulaði að gjöf.

 

Í dag eru hinar goðsagnakenndu Feneyjar einn eftirsóttasti ferðamannastaður í heiminum, enda þekktar fyrir ríka sögu, menningu, listir og arkitektúr.

 

Í samstarfi við flugfélagið PLAY gefur Lavazza tveimur heppnum kaffiunnendum tækifæri til að dvelja í Feneyjum og upplifa þá mögnuðu fegurð sem borgin hefur upp á að bjóða ásamt einstakri matarupplifun hjá samstarfsaðila Lavazza, veitingastaðnum Venissa.

 

 

Venezia Grand Hotel Palazzo dei Dogi

Hótelið er fimm stjörnu boutique-hótel staðsett í Cannaregio hverfinu í norðurhluta Feneyja. Hverfið er í uppáhaldi hjá innfæddum og þar má finna þröngar og sjarmerandi götur, sögulegar byggingar, búðir og hefðbundna ítalska veitingastaði. Hótelið var eitt sinn 17. aldar höll, þvínæst klaustur og hefur einnig verið sendiráð. Byrjaðu daginn á kaffibolla frá Lavazza og morgunverði umvafinn marmara og Murano gleri áður en þú heldur út í iðandi mannlíf borgarinnar. Eftir annasaman dag við síkin og hlykkjóttar götur er tilvalið að njóta hvíldar í hinum sögufræga grasagarði hótelsins áður en kvöldið tekur við.

 

 

Ristorante Venissa

Veitingastaðurinn Venissa er staðsettur á eyjunni Mazzorbo, rétt fyrir utan Feneyjarborg. Sjö rétta matseðill kokkanna Chiara Pavan og Francesco Brutto endurspeglar sögu svæðisins og veitir ævintýralega bragðupplifun af svæðinu í kring um Feneyjar. Staðurinn hefur hlotið Michelin stjörnu fyrir einstaka nálgun á matargerðarlist sem og græna Michelin stjörnu fyrir sjálfbæra matargerð og ræktun.

 

Eftir matinn tekur við kaffibolli að ítölskum sið, en Venissa býður upp á einstakar og sérvaldar blöndur frá 1895 speciality kaffilínu Lavazza. Blöndurnar eru úr baunum frá Kólumbíu; Calima sem einkennist af tónum af sætum ávöxtum, lychee og papaya, og Mora Azul með tónum af bláberjum, rósablöðum og jasmín. Kaffið er bruggað með  „hægri“ aðferð (e. slow brewing) sem kallar fram kraftmikla bragtóna baunanna og veitir fullkominn enda á matarævintýrið.

 

Sem hluti af upplifuninni býður Venissa upp á siglingu fram og til baka frá Feneyjarborg og gefst þá tækifæri til að njóta náttúrufegurðar Feneyjarlónsins.

 

Fyrirvari

 

Fjöldi innsendinga einstaklinga er ótakmarkaður, þó er aðeins ein innsending með hverri kvittun tekin gild. Úrtakið er opið öllum 18 ára og eldri sem búsettir eru á Íslandi. Starfsfólk Danól, Ölgerðarinnar og PLAY og þeirra heimilisfólk hafa ekki heimild til þátttöku.

 

Sigurvegari verður dreginn út af handahófi meðal innsendra kvittana kl. 23:59 þann 15. ágúst 2024. Haft verður samband við sigurvegara með símhringingu þann 16. ágúst. Hafi ekki tekist að ná sambandi við sigurvegara fyrir þann 23. ágúst áskilur Danól sér rétt til þess að draga annan sigurvegara. Öllum innsendingum þátttakenda verður eytt að leik loknum.

 

Með þátttöku í þessum leik samþykkir sigurvegari að tilkynning með nafni og mynd verði birt opinberlega. Hafi sigurvegara ekki tök á að nýta ferðina í eigin þágu er honum heimilt af gefa hana öðrum, þá í samráði við Danól. Hafi sigurvegari ekki tilkynnt um staðgöngumenn eða staðfest eigin ferðaupplýsingar fyrir þann 5. september er litið svo á að sigurvegari afsali sér vinningnum.

 

Sigurvegari og gestur hans ferðast og njóta annarra hluta vinningsins á eigin ábyrgð.

 

Samgöngur til og frá flugvöllum í Keflavík og Feneyjum eru ekki innifaldar í vinningnum.