Vöruskil

Þegar óskað er eftir vöruskilum er mikilvægt að fylgja eftirfarandi skrefum svo kredit og móttaka verði sem farsælust:

 

  • 1. Fá samþykki fyrir vöruskilum á söluhæfum vörum hjá tengiliði hjá Danól ehf.   
  • 2. Fylla út vöruskilablöð (sjá hér að neðan) með öllum nauðsynlegum upplýsingum um vöruskilin (t.d. hvaðan varan kemur, ástæða vöruskila, vörunúmeri, vöruheiti og fjöldi).   
  • 3. Prenta út og láta blaðið fylgja vörusendingunni. Vinsamlega sendið rafrænt eða afhendið vöruskilablaðið til tengiliðs hjá Danól til að fá uppgefið innsetningarnúmer sem er sett utan á kassann.   
  • 4. Setja rétt heimilisfang á vöruskilin (Snyrti- og sérvara eða Matvara/Þurrvara).   
  • 5. Senda vöruskil með Eimskip Innanlands eða í gegnum sölumann. Ef vöruskil eru send með öðrum flutningsaðilum mun beiðninni verða hafnað og vörunni fargað.

 

Söluhæf vara

 

  • Söluhæf vara er óopnuð, með umbúðir óslitnar og varan er heil að öllu leyti. Varist að endursenda vörur sem teljast ósöluhæfar, þar sem þær verða ekki bættar og ekki endursendar. 

 

  • Ef vöru er skilað en hana vantar á skilareikning verður hún ekki bætt né endursend til viðskiptavinar óháð ástandi vöru. 

  

Ósöluhæf vara 

  

  • Kæli- og frystivara telst ósöluhæf vara þar sem ekki er hægt að tryggja gæði vörunnar eftir afhendingu.
  • Ósöluhæf vara eru allar þær vörur sem hafa verið opnaðar, eru með umbúðir rofnar, með umbúðir rispaðar, hafa beyglaðar pakkningar eða eru með límafganga eftir þjófavörn á sér. Athugið að sumar vörur koma í stærri sölueiningum, kössum og mikilvægt er að sölueiningin sé heil. 

 

  • Vörur sem teljast ósöluhæfar verða ekki bættar eða endursendar til viðskiptavina.  

 

  • Ef vara berst til viðskiptavina í ósöluhæfu ástandi, þarf að tilkynna það innan þriggja daga frá móttöku.  Við munum fara fram á að tekin verði mynd af vörunni ásamt ytri umbúðum og send á tengilið innan Danól. Tengiliður mun þá senda frekari upplýsingar um úrlausn tjónsins. 

  

Útsöluvara – tímarammi 

  

Ef útsöluvöru er skilað eftir að útgefnum tímaramma vöruskila er útrunninn, mun varan ekki vera bætt eða endursend til viðskiptavina. 

 

Matvara / þurrvara