Stóreldhús- og kaffikerfi Danól leggja sig fram við að bjóða upp á heildstæðar lausnir í hinum ýmsu matvælum og aðföngum sem snúa að rekstri í matvælageiranum.
Bakarí, hótel, kaffihús, veitingahús, stóreldhús og matvælaiðnaðurinn treysta á vörur og þjónustu Danól á þessu sviði. Reynsla, fagmennska og þekking eru einkennisorð sviðsins.
Markmið Stóreldhúsa- og kaffikerfa er að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval, hágæða vöru og gott verð.
Við bjóðum upp á sérsniðnar heildarlausnir í kaffiþjónustu fyrir fyrirtæki, hótel og veitingahús af öllum stærðum og gerðum. Einn tengiliður sér um alla þjónustu við hvert fyrirtæki fyrir sig og er hægt að velja um gæðakaffi frá vörumerkjum í heimsklassa, Lavazza og Merrild.